Er þitt fyrirtæki með rétta vátryggingavernd?

Consello veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sérhæfða tryggingaráðgjöf.

Tölum saman

UM CONSELLO

Consello ehf er vátryggingaráðgjöf fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, stéttarfélög og opinbera aðila

Consello ehf veitir óháða vátryggingaráðgjöf og -miðlun fyrir íslensk fyrirtæki og opinbera aðila, auk erlendra fyrirtækja á Íslandi.

Við störfum í nánu samstarfi við alþjóðlega vátryggingamiðlara og vátryggjendur, sem veita viðskiptavinum okkar aðgang að víðtækum möguleikum á alþjóðlegum tryggingamarkaði.

Consello er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Markmið ráðgjafar okkar er að bæta vátryggingavernd fyrirtækja, sanngjarnra iðgjalda og auka þekkingu og vitund viðskitpavina. 


Vátryggingaráðgjöf

Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hlusta á þarfir þeirra, erum við vissir um að finna þær lausnir sem leitað er eftir. Markmið okkar hjá Consello aðeins eitt „að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná árangri“. 

Sjá nánar

Viðskiptaumsjón

Viðskiptaumsjón færir, oft óvinsælt álag af daglegri umsýslu vátrygginga frá starfsmönnum viðskiptavinar. Við veitum m.ö.o. þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að vátryggingum, þ.m.t. iðgjaldaeftirlit, áhættumat, tjónaumsjón og önnur vátrygginga samskipti, t.d. við tryggingafélag, vinnueftirlit, stéttarfélag eða lögmenn með þjónustusamningi.

Sjá nánar

Vátryggingamiðlun

Verksvið vátryggingamiðlara (e. Insurance Broker) felst í því að starfa sem milliliður milli viðskiptavina og vátryggingafélaga, með það að markmiði að finna bestu tryggingalausnirnar fyrir viðskiptavininn.

Sjá nánar

Tjónaráðgjöf

Tjónaráðgjöf Consello fellst í að meta hvort viðskiptavinur eigi eðlilega kröfu til greiðslu tjóns og í framhaldinu að búa til minnisblað, kröfugerð og annast samskipti gagnvart tryggingarfélögum, sé þess óskað. Yfirleitt næst að ganga frá bótum með samkomulagi við bótagreiðendur.

Sjá nánar

Helstu fréttir

6. október 2025
Hafnarfjarðakaupstaður og tengdir aðilar s.s. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn, Vatnsveita Hafnarfjarða og fl. eru í samstarfi við Consello að bjóða út allar tryggingar bæjarins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bærinn leitar til Consello en áður sá félagið um útboð fyrir bæjarfélagið 2015 og 2020.
10. september 2025
Consello ehf, vátryggingamiðlun og -ráðgjöf hefur flutt aðsetur sitt úr Mjóddinni í Akralind 6 í Kópavogi. Consello hefur frá stofnun verið í Mjóddinni og skiljum við með söknuði. Aðstaðan á nýja staðnum er mun betri t.d. hvað varðar mótttöku viðskiptavina, aðgengi og aðstöðu.
Stór hvít bygging með klukkuturni ofan á.
2. júní 2025
Consello sá nýlega útboð á tryggingum Garðabæjar. Garðabær er eitt fjölmargra sveitafélaga sem nota þjónustu Consello þegar kemur að tryggingamálum en Consello hefur áður unnið útboð á tryggingum sveitafélagsins. Útboð sveitafélaga er umfangsmikið og tímafrekt verkefni þar sem að mörgu er að hyggja. Stafsmenn Consello skoða trygginga- og tjónayfirlit sveitafélagsins, taxtar og tjón eru skoðuð og metin, farið er í vettvangsferðir, allt til að fá skýra mynd af umsvifum og hvort einhver göt væru í vernd sem bæta þarf. Útboðið var auglýst á EES, útboðsvef og heimasíðu bæjarfélagsins.
Show More