Tjónaráðgjöf
Tjónaráðgjöf Consello fellst í að meta hvort viðskiptavinur eigi eðlilega kröfu til greiðslu tjóns og í framhaldinu að búa til minnisblað, kröfugerð og annast samskipti gagnvart tryggingarfélögum, sé þess óskað. Yfirleitt næst að ganga frá bótum með samkomulagi við bótagreiðendur.
Í þeim tilfellum þar sem samkomulag næst ekki, aðstoðum við málskot til úrskurðarnefndar vátryggingamála.
Starfsmenn Consello veita alla þá þjónustu sem þörf er á í slysa- og skaðabótamálum og aðstoðum viðskiptavin við að sækja rétt sinn af fagmennsku með hámarksárangur að leiðarljósi.

