Vátryggingaútboð Hrunamannahrepps 2023-2025
Petra Magnúsdóttir • 1. apríl 2021
Útboð vegna allra trygginga Hrunamannahrepps hefur nú verið auglýst. Á fundi sveitarstjórnar þann 1. september s.l. var samþykkt tilboð frá fyrirtækinu Consello í útboðsgerðina enda hefur fyrirtækið víðtæka reynslu af tryggingamálum og hefur unnið fyrir um 40 sveitarfélög með sambærilegum hætti og með góðum árangri. Starfsmenn Consello hafa farið yfir allar tryggingar sveitarfélagsins með það fyrir augum að finna réttar tryggingar og eðlilega tryggingavernd en það er aldrei nógsamlega ítrekað hversu mikilvægt er að tryggingar séu með þeim hætti að þær veiti nauðsynlega vernd gegn öllu því óvænta sem upp getur komið.

Hafnarfjarðakaupstaður og tengdir aðilar s.s. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn, Vatnsveita Hafnarfjarða og fl. eru í samstarfi við Consello að bjóða út allar tryggingar bæjarins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bærinn leitar til Consello en áður sá félagið um útboð fyrir bæjarfélagið 2015 og 2020.


