Consello aðstoðar Landsvirkjun við útboð á innanlandstryggingum fyrirtækisins.
3. nóvember 2024
Consello lauk nýverið við að aðstoða Landsvirkjun við útboð á innanlands tryggingum fyrirtækisins. Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins og er í eigu íslensku þjóðarinnar. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Útboðið var auglýst á TED (Tender Electronic Daly) sem er útboðavefur Evrópska efnahagssvæðisins og gekk vel og var mikill áhugi á útboðinu meðal þátttakenda.

Hafnarfjarðakaupstaður og tengdir aðilar s.s. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn, Vatnsveita Hafnarfjarða og fl. eru í samstarfi við Consello að bjóða út allar tryggingar bæjarins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bærinn leitar til Consello en áður sá félagið um útboð fyrir bæjarfélagið 2015 og 2020.


